Við ætlum að skella okkur á spunasýningu Improv Ísland, miðvikudaginn, 21.nóvember kl. 20:00.
Á síðasta leikári var fullt á nær allar spunasýningar Improv Ísland í Þjóðleikhúskjallaranum og stór hluti áhorfenda kom aftur og aftur enda eru engar tvær sýningar eins og engum leiðist að hlæja!
Hópurinn býður upp á fjölbreyttar og ófyrirsjáanlegar grín-spunasýningar í Þjóðleikhúskjallaranum á hverju miðvikudagskvöldi. Improv Ísland sýnir ólík spunaform og fær til sín ýmsa þjóðþekkta gesti. Í leikhópnum eru rúmlega 20 spunaleikarar sem skiptast á að sýna í hverri viku.
Dóra Jóhannsdóttir er listrænn stjórnandi Improv Ísland og Karl Olgeirsson er tónlistarstjóri hópsins.
Sýningin er ungliðum að kostnaðarlausu 🙂