Þriðjudaginn 17. október nk. verður haldinn annarfyrirlesturinn í mánaðarlegri fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein.
Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, rýnir í elstu lækningabækur, skoðar veikindi til forna og fjallar um lækningaaðferðir á innanmeinum sem hugsanlega hafa verið krabbamein.
Fyrirlesturinn hefst kl 17.15 og verður haldinn í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 1. hæð
Hér má sjá viðburðinn inn á Facebooksíðu félagsins.
Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar.