Kraftur býður félagsmönnum upp á jólaflot í umsjá Unnar Valdísar Kristjánsdóttur hjá Flotthetta.is.
Hversu ljúft er að skella sér í miðri jólaösinni í smá jólaflot?
Þann 19. desember nk kl 20:00, flotmeðferðirnar fara fram í upphitaðri einkalaug: Mörkinni, Suðurlandsbraut 64.
Mikilvægt er að skrá sig HÉR – Takmarkaður fjöldi.
Kraftur áskilur sér rétt á að forgangsraða nýgreindum og þeim sem ekki hafa farið í flot áður á viðburðinn.
Ef þú hefur skráð þig en forfallast, vinsamlegast láttu okkur vita með því að senda tölvupóst á kraftur@kraftur.org eða í gegnum síma 866-9600