Þriðjudaginn 13. desember verður boðið upp á rólega stund í miðri jólaösinni. Taktu frá tíma fyrir sjálfan þig og leyfðu þér að slaka á í Yoga Nidra slökun og smá spjalli á eftir. Við ætlum að hittast í Skógarhlíð 8 á 4. hæð í notalegu Yogaherbergi Krabbameinsfélagsins. Yoga Nidra er leidd meðvituð djúpslökun sem hefur áhrif til heilunar og losar um streitu.
Endilega meldaðu þig á viðburðinn okkar á FB
Hlökkum til að sjá þig ❤
Umsjónarmenn hópsins eru Hrefna Björk Sigvaldadóttir félagsmaður í Krafti en hún hefur sjálf reynslu af því að vera aðstandandi og Inga Bryndís Árnadóttir starfsmaður Krafts en hún hefur reynslu af því að vera ung og greinast með æxli.
Sendu endilega fyrirspurn á kraftur@kraftur.org eða hringdu í síma 866-9600 ef þig vantar einhverjar upplýsingar en einnig er hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn á Facebook hér.