Við ætlum að bjóða Krabbapöbbum (hvort sem þeir eru krabbameinsgreindir eða aðstandendur) að eiga næðisstund með krílunum sínum (börn að grunnskóla aldri) í Fjölskyldulandi milli kl 11:00 og 13:00 18. maí nk.
Hugmyndin er að krabbapabbar geti mætt með krílin sín og átt með þeim góða stund og mögulega í leiðinni hitt á aðra pabba í svipuðum aðstæðum. Það er nóg að skrá sig á viðburðinn og sýna svo félagsskírteini Krafts við innganginn.
Fjölskylduland er heildrænn og skemmtilegur innileikvöllur með fjölskyldumiðstöð. Þar er lögð áhersla á að skapa fallegt, öruggt og örvandi umhverfi fyrir börn að grunnskólaaldri. Leiksvæðin hvetja börn til skapandi leiks og rannsókna og Fjölskylduland er staður samveru fyrir fjölskyldur.