Gleðilegan Mottumars!
Ert þú karlmaður og hefur greinst með krabbamein eða ert aðstandandi? Viltu heyra í jafningjum sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu? Þá mælum við eindregið með því að þú komir á Kex hostel miðvikudagskvöldið 29. mars klukkan 19:30.
Við strákarnir í Krafti ætlum að hittast og eiga saman skemmtilega stund í tilefni af Mottumars. Vertu með okkur og hlustaðu á jafningja sem skilja þig.
Matti Osvald Stefánsson, heilsufræðingur og markþjálfi Ljóssins og Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krafts og Krabbameinsfélagsins, munu leiða þessa kraftmiklu strákastund.
Það verður tilboð á veitingastaðnum á Kex fyrir stráka sem mæta á svæðið.
Við mælum með að þú komir á þessa snilldar strákastund – taktu endilega með þér vin því við getum ábyggilega allir speglað okkur í einhverjum af þeim reynsluboltum sem munu stíga fram og segja frá sinni reynslu. Það getur verið gott að heyra hvernig aðrir hafa tæklað hlutina.
Endilega meldið ykkur á viðburðinn hér til að við getum áttað okkur á fjölda.
Þetta getur bara ekki klikkað!
Sjáumst á Strákastundinni!