Námskeið fyrir pör sem vilja setja kraft í kynlífið.
Námskeiðið er tvö skipti, tveir tímar í senn. Farið er í hvernig má takast á við veikindi og eiga samt gott kynlíf. Flest fullorðið fólk stundar kynlíf og það er partur af lífsgæðum fólks að halda því áfram þrátt fyrir veikindi.
Námskeiðshaldarar eru Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur og Kristín Þórsdóttir, markþjálfi. Námskeiðið er í formi fræðslu, farið er yfir hjálplegar leiðir til að koma krafti í kynlífið og umræður. Þátttakendur fá heimaverkefni með sér heim sem er valfrjálst að sinna.
Nýtt námskeið hefst 13. mars kl 17-19, tími tvö er 27. mars kl 17-19.