Þriðjudaginn 19. september nk. verður haldinn fyrsti fyrirlesturinn í mánaðarlegri fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein.
Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfr- og kynfræðingur og doktorsnemi mun fjalla um kynlíf og krabbamein auk þess sem Ástrós Rut Sigurardóttir, formaður Krafts, sem er eiginkona krabbameinsveiks manns, mun fjalla um þessi mál út frá persónulegri reynslu.
Fyrirlesturinn hefst kl 17.15 og verður haldinn í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar.