Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Kynningarfundur FítonsKrafts

13. september 2017 @ 17:15 - 18:00

Nú fer FítonsKraftur – endurhæfing fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur að fara aftur af stað eftir sumarfrí. Af því tilefni langar okkur að bjóða ykkur á kynningarfund hjá FítonsKrafti miðvikudaginn 13.september kl. 17:15 – 18:00 í húskynnum Krafts, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8.

FítonsKraftur er endurhæfingarhópur fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein í formi hreyfingar og útivistar. Hópurinn er undir handleiðslu Atla Más Sveinssonar, íþróttafræðings, sem tekið hefur framhaldsnám í endurhæfingu krabbameinsgreindra.
Æfingar fara fram í Heilsuborg 2x í viku, ásamt öðrum viðburðum eins og fjallgöngum og annarri hreyfingu fyrir utan líkamsræktarsalinn.

Ef þú ert í krabbameinsmeðferð eða nýverið hefur lokið meðferð og ert að huga að endurhæfingu er FítonsKraftur algjörlega eitthvað sem þú ættir að tékka á 🙂 Vinsamlegast boðið komu ykkar með því að melda ykkur á viðburðinn á Facebook.

Léttar veitingar í boði.

Upplýsingar

Dagsetning:
13. september 2017
Tímasetning:
17:15 - 18:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/groups/fitonskraftur/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website