Komdu í kyrrðarjóga með Krafti og njóttu þess að slaka á inn í aðventuna.
Elín Ásbjarnardóttir Strandberg, jógakennari, mun leiða 4 vikna kyrrðarjóga námskeið á miðvikudögum klukkan 19:30 til 21:00. Námskeiðið hefst 20. nóvember og lýkur 11. desember. Skráning er nauðsynleg og þú getur skráð þig hér.
Á námskeiðinu verður farið yfir róandi öndunartækni, undirstöður líkamlegrar mýktar fyrir bandvefsteygjur og muninn á yin og yang hugleiðslutækni. Námskeiðið ætti að geta nýst þeim sem vilja líða mjúklega inn í jólavertíðina og öðlast innri ró á aðventunni. Fyrri iðkun er ekki krafa, námskeiðið hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum.
Elín Ásbjarnardóttir Strandberg útskrifaðist með kennararéttindi í Hatha- og Vinyasa jóga hjá Jógastúdíói Drífu Atladóttur vorið 2015. Hún hefur síðan bætt við sig 100 klst í yin jóga kennararéttindum hjá Summers School of Yin Yoga í Bandaríkjunum. Elín fókusar fyrst og fremst á mýkt í sinni kennslu og leggur áherslu á að hver og einn nemandi finni sína leið til að finna umburðarlyndi, þolinmæði og forvitni í iðkuninni og nái þannig að kafa dýpra inn á við.
Námskeiðið verður haldið á miðvikudögum milli klukkan 19:30 og 21:00 í nóvember og desember og leiðir okkur á þægilegan máta inn í aðventuna.