Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Lífið er núna – Söfnunarútsending

4. febrúar 2021 @ 20:00 - 21:30

Fimmtudagskvöldið, 4. febrúar, á alþjóðadegi gegn krabbameinum, verður Kraftur með söfnunar- og skemmtiþáttinn „Lífið er núna“ í beinni útsendingu á Sjónvarpi Símans, K100 og í netstreymi á www.mbl.is. Þennan dag verður hefst einnig Vetrarhátíð Reykjavíkurborgar og verður þátturinn hluti af henni.
Kraftur hefur fengið landsþekkta skemmtikrafta og tónlistarfólk í lið með sér til að skemmta áhorfendum og eru það engin önnur en GDRN, Valdimar, Ari Eldjárn og Páll Óskar sem munu stíga á stokk. Sóli Hólm og Sóley Kristjánsdóttir verða kynnar kvöldsins og munu þau einnig fá gott fólk í sófann til sín til að spjalla um málefni ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandenda.
Það skiptir okkur í Krafti miklu máli að njóta augnabliksins og ætlum við að bjóða landsmönnum að njóta með okkur fyrir framan sjónvarpsskjáinn fimmtudaginn næstkomandi ásamt því að kynna þeim starf félagsins.
Í þættinum verður einnig sagt frá hvernig unnt er að styrkja starfsemi Kraft með kaupum á húfum, með því að gerast mánaðarlegur styrktaraðili eða með stökum styrk.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Upplýsingar

Dagsetning:
4. febrúar 2021
Tímasetning:
20:00 - 21:30
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/770802553817351/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website