Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Lífið er núna helgi í Borgarfirði

8. nóvember 2019 - 10. nóvember 2019

2500KR

Ekki láta þessa helgi fram hjá þér fara – einungis pláss fyrir 20 manns – skráðu þig strax í dag en um er að ræða frábæra helgi dagana 8. – 10. nóvember. Við verðum í Ensku húsunum sem er kósý gistiheimili við Langá á Mýrum í Borgarfirðinum.

Lífið er núna helgin er endurnærandi og uppbyggjandi helgi fyrir félagsmenn Krafts í samstarfi við KVAN þar sem þú færð tækifæri á að læra það hvernig þú getur tekist á við breyttar aðstæður í þínu lífi og kynnast öðrum í svipuðum sporum.

Saman ætlum við að:

  • Læra hvernig við getum tekist á við breyttar aðstæður og nýta okkur styrkleika okkar til að byggja okkur upp
  • Stunda útivist og skemmtilega hreyfingu
  • Stunda jóga
  • Læra hvernig við getum átt jákvæð samskipti
  • Fá innsýn inn í það hvernig við getum nýtt okkur núvitund
  • Fá fræðslu um hvernig við getum náð markmiðum okkar

Helgin er bæði hugsuð fyrir krabbameinsgreinda sem og aðstandendur. 

„Þessi helgi var ómetanleg fyrir okkur sem par,“ segir aðstandandi krabbameinsgreindrar konu en þau komu í síðustu Lífið er núna helgi. 

Allt – matur, fræðsla, skemmtun og gisting innifalin í staðfestingargjaldinu, 2500 krónum.

Tryggðu þér sæti strax í dag. 

Hér má sjá dagskrá helgarinnar. 

Upplýsingar

Byrjar:
8. nóvember 2019
Lýkur:
10. nóvember 2019
Verð:
2500KR

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Ensku húsin
Langá
Borgarnes, Borgarfirði 311 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website