Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Lífið er núna hlaupið

19. maí 2019 @ 15:00 - 17:30

2000kr. – 3500kr.

Lífið er núna hlaupið verður haldið 19. maí í tilefni  af 20 ára afmæli félagsins.

Þá ætlum að við að koma saman og hlaupa til góðs og njóta líðandi stundar því lífið er núna.

Hlaupið verður frá Háskóla Reykjavíkur þar sem skemmtidagskrá verður fyrir hlaup og ýmislegt skemmtilegt að gerast fyrir unga sem aldna.  Um er að ræða 5 km hlaup með tímatöku og 1,5 km skemmtiskokk fyrir yngstu kynslóðina. Hlaupið verður frá HR vestur í átt að Ægissíðu í 5 km tímatökuhlaupinu og  að Valsheimilinu í skemmtiskokkinu.

  • 1,5 km skemmtiskokk hefst kl. 15:50.
  • 5 km hlaupið hefst kl. 16:00.

Með því að taka þátt í Lífið er núna hlaupinu sýnir þú stuðning í verki með ungu fólki sem að greinst hefur með krabbamein. Þetta er frábær stund til að koma saman, hreyfa sig, fagna lífinu og láta gott af sér leiða. Allur ágóði af hlaupinu rennur til Krafts sem styður við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram hér. Eftir skráningu geturðu sótt gögnin þín til Krafts, Skógarhlíð 8 (hús Krabbameinsfélagsins) laugardaginn, 18. maí til klukkan 15 og frá 14:30 hlaupadaginn, 19. maí í Háskólanum í Reykjavík fram að hlaupi sem hefst 15:50 og 16:00.

Skemmtidagskrá hjá Háskólanum í Reykjavík frá kl. 15:00

  • Jón Jónsson, Sirkus Íslands, hoppukastalar, andlitsmálning, upphitun með Elísabetu Margeirsdóttir hlaupakona og fleiri

Upplýsingar

Dagsetning:
19. maí 2019
Tímasetning:
15:00 - 17:30
Verð:
2000kr. – 3500kr.
Vefsíða:
https://netskraning.is/kraftur/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Háskóli Reykjavíkur
Menntavegi 1
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Sími
5996200
View Staðsetning Website