Þriðjudaginn 10. maí ætlar StrákaKraftur að fara saman í Minigolf í Minigarðinum og fá sér eitthvað gott að borða í boði Minigarðsins.
StrákaKraftur er hópur fyrir unga stráka á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði ýmist í húskynnum Krafts, Skógarhlíð 8, eða annarsstaðar.
Frekari upplýsingar um viðburðinn verða settar inn á FB – hóp StrákaKrafts og er hægt að óska eftir inngöngu í hópinn hér
Umsjón með hópnum hefur Gísli Álfgeirsson, stjórnarmeðlimur og félagsmaður hjá Krafti.
Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað og maður standi ekki einn í baráttunni.