Margir Austfirðingar þekkja til Action-verkefna Fjarðaáls sem hafa verið unnin í þágu fjölmargra félagasamtaka á Austurlandi. Í tilefni af Bleikum október 2018 verður ráðist í stærsta Action-verkefnið til þessa. Kraftur, í samstarfi við Alcoa Fjarðarál, Krabbameinsfélag Austfjarða og Krabbameinsfélag Austurlands, leggur leið sína austur og perlar með starfsfólki Fjarðaáls og íbúum Austurlands mánudaginn 15. október kl. 14:30 – 17:30 í matsal Fjarðaáls. Fjarðaál mun styrkja þessi þrjú góðgerðarfélög í gegnum verkefnið og við vonum að íbúar Austurlands fjölmenni á viðburðinn og leggi sitt af mörkum með því að perla armbönd.
Með því að taka þátt í viðburðinum er stutt við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra þar sem armböndin sem við perlum verða seld til styrktar Krafti.
Armböndin sem við perlum eru í litum Krafts, appelsíngul og svört, og með áletruninni „Lífið er núna“. Auðvelt er að búa þau til svo að allir geta tekið þátt jafnt börn sem fullorðnir.
Við hvetjum alla Austfirðinga að taka þátt í þessu skemmtilega og gefandi verkefni með okkur. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Ágóðinn af sölu armbandanna rennur til Krafts – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er hægt verður að kaupa armböndin á staðnum. Þá verður bleika slaufan einnig til sölu í tilefni af Bleikum október.
Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni!
KOMIÐ OG PERLIÐ AF KRAFTI ♥