Kraftur mun leggja leið sína í Kópavoginn að perla með Hestamannafélaginu Spretti á Metamótinu laugardaginn 8. sept frá kl. 11-15. Perlað verður í Arnarfelli, Veislusal Spretts.
Allur ágóði af perluðum armböndum á viðburðinum mun renna beint í Neyðarsjóð Krafts og því vel þessi virði að leggja sitt af mörkum því fyrir hvert perlað armband rennur 2000 kr í Neyðarsjóðinn.
Með því að taka þátt í viðburðinum eru þið að hjálpa okkur að standa við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess þar sem armböndin eru seld til styrkar félaginu.
Armböndin sem um ræðir eru í litum Krafts, appelsíngul og svört. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru auðveld í samsetningu svo að allir geta tekið þátt, börn sem fullorðnir.
Við hvetjum hestamenn sem og gesti og gangandi á mótinu að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts – stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur og er hægt að kaupa armböndin líka strax á staðnum.
Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða.
KOMIÐ OG PERLIÐ AF KRAFTI ♥