Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Sjálfsefling í erfiðleikum – Lokað námskeið

18. október 2018 @ 17:00 - 18:00

Á námskeiðinu ,,Sjálfsefling í erfiðleikum” verður farið í aðferðir sem efla getuna til að takast á við streituna sem getur fylgt erfiðleikunum við að greinast með krabbamein og að vera aðstandandi. Þær hafa sýnt árangur með rannsóknum í að draga úr streitu, kvíða, depurð og að viðhalda vellíðan. Aðferðir eins og þjálfun styrkleika, núvitund, samkennd og þakklæti.

Sigrún Þóra Sveinsdóttir klínískur sálfræðingur mun leiðbeina námskeiðið. Hún er með sérmenntun í sálfræði heilsueflingar og hefur unnið m.a. sem sálfræðingur lögreglunnar. Þar að auki hefur hún reynslu af því að greinast með brjóstakrabbamein.

Námskeiðið byrjar fimmtudaginn, 27. september kl. 17-18 og er 4 skipti (4. október, 11. október og 18. október).

Námskeiðið er haldið í Skógarhlíð 8 – húsi Krabbameinsfélagsins.

ATHUGIÐ: Þetta er lokað námskeið og er félagsmönnum Krafts að kosnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig á það hér.

Upplýsingar

Dagsetning:
18. október 2018
Tímasetning:
17:00 - 18:00
Series:

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website