Þriðjudaginn 5. desember nk. verður haldinn fjórði fyrirlesturinn í mánaðarlegri fyrirlestraröð Krafts – Ungt fólk og krabbamein.
Hrefna Húgósdóttir, hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, fjallar um erfið tímamót í lífi þeirra sem hafa misst og viðbrögð við þeim. Sérstakur gestur: Halldóra Víðisdóttir, aðstandandi.
Fyrirlesturinn hefst kl 17.15 og verður haldinn í húsakynnum Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, 1. hæð.
Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar.
Vinsamlegast meldið ykkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/295125067639908/