Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað og maður standi ekki einn í baráttunni.
StelpuKraftur er stuðningshópur fyrir ungar konur á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hittist annan hvern mánudag kl. 17 í húskynnum Krafts, Skógarhlíð 8.
Tveir hittingar í apríl
Umsjón með hópnum hefur, Elín Kristín Klar, ráðgjafi, og Hulda Hjálmarsdóttir, starfsmaður og félagsmaður hjá Krafti.
Hér er hægt að óska eftir inngöngu í FB – hóp StelpuKrafts.