StrákaKraftur er stuðningshópur fyrir unga stráka á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með krabbamein. Hópurinn hittist tvisvar í mánuði ýmist í húskynnum Krafts, Skógarhlíð 8, eða annarsstaðar.
Umsjón með hópnum hefur Róbert Jóhannsson, félagsmaður hjá Krafti.
Frekari upplýsingar um viðburði verða settar inn á FB – hóp StrákaKrafts og er hægt að óska eftir inngöngu í hópinn hér.
Einnig er hægt að setja fyrirspurn á kraftur@kraftur.org
Þegar maður er ungur og greinist með krabbamein skiptir svo miklu máli að vita hvert maður getur leitað og maður standi ekki einn í baráttunni.