Stuðningsfulltrúanámskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa í stuðningsneti Krafts og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins verður haldið föstudaginn 14.september kl. 18-22 og 15.september frá klukkan kl. 10-13 Námskeiðið verður haldið í húsnæði Sigurvonar, Krabbameinsfélagsins á Ísafirði.
Námskeiðið er bæði ætlað þeim sem hafa greinst með krabbamein og hafa lokið við krabbameinsmeðferð sem og aðstandendum, sem vilja styðja við einstaklinga sem eru í svipuðum sporum.
Til að taka þátt á námskeiðinu þarftu að fylla út þetta skráningarform eða sent á netfangið salfraedingur@kraftur.org.
Frekari upplýsingar má sjá hér.