Sumargrill Krafts verður haldið hátíðlega í Guðmundarlundi þann 24. júní milli 18 og 20.
Fram koma:
– SIRKUS ÍSLANDS – ANDLITSMÁLUN OG SIRKUSATRIÐI
– HERRA HNETUSMJÖR
– GUGGA LÍSA
– REIÐSKÓLINN HESTALÍF
– HOPPUKASTALAR FRÁ SPRELL
– HAMBORGARAR FRÁ HAMBORGARABÚLLUNNI
– INSTAMYNDIR VERÐA AUÐVITAÐ Á SVÆÐINU
Þetta verður dásamlegur dagur fyrir alla fjölskylduna og hvetjum við gamla sem og nýja félagsmenn að fjölmenna og fagna með okkur í sumarblíðunni.
LEIÐARLÝSING Í GUÐMUNDARLUND
Guðmundarlundur er rétt hjá hesthúsunum við Heimsenda í Kópavogi (Elliðavatns megin). Breiðholtsbraut er ekin í átt að Víðidal, beygt á ljósunum við Vatnsendahvarf (hjá nýju World Class og Bónus). Keyrt er eftir Vatnsendavegi þar til komið er í þriðja hringtorgið þá er tekin síðasta beygjan að Þingmannaleið. Þar er skilti sem segir Heimsendi. Sú gata er keyrð þar til Heimsendi er á hægri hönd og þá á að vera skilti á vinstri hönd sem segir Guðmundarlundur. Keyrt upp á hæðina þar til komið er að skógræktarsvæði með grænu hliði, þar er Guðmundarlundur. Við munum líka setja appelsínugular blöðrur til að vísa þér leiðin