Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

AFLÝST – SUP á Hafravatni – FítonsKraftur

13. september 2020 @ 14:00 - 16:00

ATH! AFLÝST VEGNA VEÐURS! Ný tímasetning verður auglýst með fyrirvara. 

Við fáum æðislegt tækifæri til að prufa SUP eða stand um paddle board laugardaginn 12.september á Hafravatni. Þetta er tilvalið tækifæri fyrir alla sem hafa viljað prófa SUP að koma og kynna sér það.
Leiðbeinendur eru með góða reynslu úr SUP sportinu og hafa stundað vatnasport frá ungaaldri og því alveg eðal kennsla í boði. Hnitmiðað og skemmtilegt byrjendanámskeið fyrir alla fjölskylduna í öruggu umhverfi við Hafravatn. Þátttakendur fá tækifæri til að læra réttu handtökin, meðhöndlun á búnaði, öryggisatriði og hitta aðra þáttakendur sem eru að fóta sig í sportinu.

KRÖFUR OG ÖRYGGISATRIÐI:
Þátttakandi þarf að kunna að synda
Lámárks hæð 150 cm (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
Hámarks hæð 200 cm (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
Lámarks þyngd 50 kg (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
Hámarks þyngd 120 kg (nema þátttakandi komi með sinn eigin galla)
Lámarks aldur 12 ára
Hámarks aldur 75 ára

Endilega meldaður þig á viðburðinn á facebook en mikilvægt er að skrá sig hér svo allir fái rétta stærð af búnaði.

HVAÐA BÚNAÐ ER GOTT AÐ TAKA MEÐ SÉR :
Undirlag / Ull eða hlý föt til að vera í innan undir í þurrgallanum
Auka flík ef eitthvað af fatnaðinum blotnar
Hlýa sokka
Húfu
Handklæði

ATH: Námskeiðin eru háð veðri og vind. Ef við þurfum að aflýsa vegna veðurs reynum við að finna aðra tímasetningu sem yrði þá auglýst síðar.