Þér er boðið í útgáfuhóf bókarinnar „Fokk ég er með krabbamein“, mánudaginn 4. febrúar nk. á alþjóðadegi gegn krabbameinum. Þá fögnum við nýrri útgáfu bókarinnar LífsKrafts undir þessu nýja nafni. Bókin kom fyrst út árið 2003 og hefur síðan verið endurútgefin fjórum sinnum.
Á 20 ára afmælisári Krafts þótti við hæfi að endurskrifa og uppfæra bókina og færa hana í nýjan og nútímalegri búning. Sem fyrr er bókin ítarleg handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur – þótt efnistökin séu sett upp á nýstárlegri og um leið aðgengilegri hátt. Kraftur hefur notið aðstoðar fjölda manns við gerð bókarinnar, bæði fagmanna og félagsmanna í Krafti.
Okkur þætti vænt um ef þú sæir þér fært að fagna útgáfu bókarinnar með okkur mánudaginn 4. febrúar kl 17.00 í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal.
Boðið verður upp á léttar veitingar auk þess sem hljómsveitin Ylja mun taka nokkur lög.
Vinsamlegast meldið ykkur á viðburðinn svo við getum áætlað veitingar fyrir alla 🙂 Við hlökkum til sjá þig.
Lífið er núna!