Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Vorferð NorðanKrafts

10. júní 2022 @ 17:00 - 12. júní 2022 @ 12:00

Nú ætlum við í NorðanKrafti að leggja land undir fót og skella okkur austur fyrir fjall. Helgina 10-12. júní förum við til Egilsstaða og njótum þar samveru í gróðursældinni.

Vorferðin er fyrir Kraftsfélaga sem eru búsettir norðan heiða eða á Austurlandi. Ferðin er þeim að kostnaðarlausu og er innifalið gisting í tvær nætur á Hótel Svartaskógi, gönguferð í skóginum, hádegisverður á Egilsstöðum, aðgangur að Vök Baths og kvöldverður á Hótel Svartaskógi. Nauðsynlegt er að skrá sig sem fyrst hér. Þú getur komið ein(n) í ferðina eða tekið maka eða vin með.

Farið er á einkabílum á Hótel Svartaskóg á föstudegi um kl. 17:00 en við munum sameinast í bíla til að skapa meiri stemningu og vernda umhverfið okkar. Við reiknum svo með brottför frá hótelinu að hádegi á sunnudeginum.

Við vonumst innilega til að sjá sem flesta en minnum á að það þarf að skrá sig sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Tinna Stefánsdóttir, umsjónarmaður Norðankrafts, nordankraftur@kraftur.org.Tinna verður síðan í nánari sambandi upp á dagskrá og annað.

Upplýsingar

Byrjar:
10. júní 2022 @ 17:00
Lýkur:
12. júní 2022 @ 12:00
Vefsíða:
https://forms.office.com/r/5XktHMA72Q

Viðburðahaldari

NorðanKraftur
Sími
8660153