Skip to main content

Að hverju á ég að spyrja lækninn?

Mismunandi er hvernig meðferðum er beitt gegn hinum ýmsu tegundum krabbameina. Stundum liggur fyrir ákveðin meðferðaráætlun frá upphafi en oft þurfa læknar að taka mið af því hvernig líkami þinn bregst við og taka ákvarðanir út frá því. Meðferð getur verið ýmist skurðaðgerð, lyfjameðferð og/eða geislameðferð. Stundum tekur langan tíma að finna út bestu mögulegu leiðina og getur meðferð tekið allt frá nokkrum mánuðum í nokkur ár. Þá getur meðferð staðið yfir til æviloka ef um ólæknandi krabbamein er að ræða.

Stundum getur verið erfitt að skilja hvað læknarnir eru að segja og hvað þeir eru að meina. Því er mikilvægt að þú spyrjir og óskir eftir svörum á „mannamáli“. Hikaðu ekki við að spyrja, jafnvel aftur og aftur, ef þú skilur ekki það sem læknirinn er að segja. Það borgar sig líka að skrifa hlutina niður þar sem erfitt getur verið að meðtaka allar upplýsingarnar eða þú getur tekið samtalið upp á símann þinn með leyfi viðkomandi. Nauðsynlegt er að taka einhvern með sér í viðtal þar sem betur heyra eyru en eyra.

Þú átt til dæmis rétt á að vita:

  • Hvaða krabbamein þú ert með og fá góða skýringu á því.
  • Hvaða meðferðir eru almennt í boði.
  • Hvaða meðferð hentar í þínu tilfelli.
  • Hvort meðferðin muni bera árangur.
  • Hvaða aukaverkanir kunni að fylgja meðferðinni og hvaða ráð eru við þeim.
  • Hvaða afleiðingar það hefur ef þú afþakkar meðferð.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu