Skip to main content

Ég bý með öðrum og er með krabbamein – hvernig ber ég mig að?

Sambúð,hvort sem hún er með maka, foreldrum, vinum eða kunningjum, getur alltaf reynt á. En þegar þú ert veikur reynir hún enn meira á. Hvort sem þú þarft að fara á spítala og leggjast inn eða fara í lyfjagjöf á dagdeild þá munu veikindi þín hafa áhrif á heimilið. Orkuleysi, ógleði svo ekki sé minnst á andlega heilsu hafa líka áhrif á hina í kringum þig.

Ef þú býrð heima hjá foreldrum þínum gæti þér liðið eins þú sért í bómull þar sem verið er að ofvernda þig jafnvel þó þú sért að ná heilsu á ný. Ef þú ert í sambúð eða leigir með öðrum gæti þér liðið illa yfir að geta ekki lagt eins mikið til heimilisins í húsverkum og öðru. En mundu bara að það eru allir af vilja gerðir og hvort sem það eru samleigjendur, maki eða foreldrar þá skiptir það máli að ræða um líðan ykkar, heimilishaldið og hvernig þið getið öll gert sambúðina þægilega. Það er til dæmis hægt að setja upp skipulag þar sem húsverkum er skipt á milli og þú getur tekið að þér þau verk sem þú treystir þér til.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu