Þú átt rétt á ýmiss konar þjónustu frá hinu opinbera sem og fjárhagslegum stuðningi, bæði frá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum Íslands.
Þar má nefna:
- Niðurgreiðslur til dæmis vegna lyfja– og sjúkrakostnaðar.
- Ferðaþjónustu.
- Sjúkradagpeninga í allt að eitt ár.
- Endurhæfingarlífeyri, uppbót á lífeyri, heimilisuppbót og fleira hjá Tryggingastofnun ríkisins.
- Fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi.
- Heimaþjónustu, þrif og fleira hjá félagsþjónustu.
- Þjónustu endurhæfingarteymis Landspítalans og Heru hjúkrunarþjónustu.
- Skattaívilnanir, niðurfellingu bifreiðargjalda og fleira hjá Ríkisskattstjóra og Tryggingastofnun ríksins.
- Lífeyrissjóðsgreiðslur.
- Hjálpartæki, stoðtæki og gervihluti hjá Sjúkratryggingum.
- Styrki til kaupa á lífsnauðsynlegum næringarefnum og/eða sérfæði þegar sjúkdómur, eða afleiðingar hans, valda verulegum vandkvæðum við fæðuinntöku.
- Niðurgreiðslu á sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og þess háttar hjá Sjúkratryggingum.
- Styrk frá Sjúkratryggingum fyrir húðflúri á augabrúnir, hárkollum og/eða höfuðfötum.
- Niðurgreiðslu tannlæknakostnaðar fyrir öryrkja og 67 ára og eldri hjá Sjúkratryggingum.
Öll þess þjónusta miðar að hverjum og einum einstaklingi og því er mikilvægt að þú pantir þér viðtalstíma hjá félagsráðgjafa til dæmis hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins eða Landspítalanum. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands og Tryggingastofnun Ríkisins.