- Sálfræðiþjónusta. Ljósið, Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins og Kraftur bjóða upp á endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu. Landspítalinn er líka með sálfræðiþjónustu auk þess sem hægt er að leita til sjálfstætt starfandi sálfræðinga.
- Endurhæfing. Á Landspítalanum starfar öflugt endurhæfingarteymi fyrir sjúklinga með krabbamein sem býður aðstoð við endurhæfingarmat og áætlun en í forgangi eru þeir sem eru með erfið og fjölþætt einkenni sem hafa mikil áhrif á daglegt líf og lífsgæði. Ljósið býður einnig upp á sérhæfða endurhæfingu sem og FítonsKraftur í formi hreyfingar og útivistar.
- Næringarráðgjöf. Landspítalinn og Ljósið bjóða upp á næringarráðgjöf fyrir sjúklinga með krabbamein.
- Kynlífsráðgjöf. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfar kynfræðingur sem veitir endurgjaldslausa ráðgjöf. Einnig er hægt að fá viðtal við kynfræðing á Landspítalanum.
- Félagsráðgjöf. Sérhæfðir félagsráðgjafar eru starfandi hjá Landspítalanum og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Hægt er að óska eftir viðtali við þá.
- Iðjuþjálfun og handverk. Ljósið og Landspítalinn bjóða upp á iðjuþjálfun. Einnig er iðjuþjálfun hluti af meðferð á Reykjalundi og Heilsustofnuninni í Hveragerði. Ljósið er með handverkshús sem hluta af iðjuþjálfun sinni.
- Sálgæsla. Á Landspítalanum eru starfandi sjúkrahúsprestar og djákni sem eru til staðar fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra.
- Núvitund. Námskeið í núvitund eru haldin reglulega hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Einnig eru núvitundarnámskeið haldin í Ljósinu.
- Hugræn atferlismeðferð (HAM) er í boði hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og fleiri aðilum.
- Slökunarmeðferð er í boði á Landspítalanum, hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Ljósinu.
- Aðstoð við að hætta að reykja. Landspítalinn og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins veita ráðgjöf við að hætta að reykja eða nota tóbak. Hjá Ráðgjöf í reykbindindi eru sérhæfðir hjúkrunarfræðingar sem veita ráðgjöf í síma 800 6030 alla virka daga frá 17:00 til 20:00.
- Þjálfun, hreyfing og jóga. Ýmis námskeið í hreyfingu, útivist og jóga eru í boði fyrir krabbameinsgreinda hjá Ljósinu, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins og Krafti. Landspítalinn býður upp á hópþjálfun í sundleikfimi fyrir krabbameinsgreinda tvisvar í viku í sundlauginni á Grensás.
- Markþjálfun. Kraftur býður upp á markþjálfun fyrir krabbameinsgreinda auk þess sem hægt er að panta viðtal við markþjálfa hjá Ljósinu.
- Námskeið og fræðsla. Ljósið, Kraftur, Landspítalinn og Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins bjóða upp á fjölbreytt úrval námskeiða og fræðslu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur.
- Önnur þjónusta. Kraftur, Ljósið, Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins og Landspítalinn bjóða að auki upp á ýmsa aðra þjónustu. Hægt er að skoða vefsíður ofangreindra fyrir nánari upplýsingar.
Hvaða þjónusta er í boði fyrir krabbameinsgreinda?
endurhæfing
félagsráðgjöf
fræðsla
hætta að reykja
Heilsustofnunin í Hveragerði
hugræn atferlismeðferð (HAM)
iðjuþjálfun
jóga
karlar
karlmenn og krabbamein
konur
Kraftur
kynlífsráðgjöf
landsspítalinn
ljósið
markþjálfun
námskeið
næringarráðgjöf
núvitund
ráðgjafarþjónusta krabbameinsfélagsins
Reykjalundur
Sálfræðingur
sálfræðiþjónusta
sálgæsla
Slökunarmeðferð
stelpur
strákar
þjónusta