Við ætlum í skemmtilega göngu í kringum Hafravatn og byrjum gönguna frá Vatnsvíkinni þar sem við ætlum að hittast á bílastæðinu kl 11: 00 . Falleg leið sem er á flestra færi. Gengið verður í kringum vatnið þar sem stígar eru á jafnsléttu og lítið um hækkun, en gott að hafa í huga að hluti gönguleiðarinnar er á malarstíg og fara þarf fyrir nokkrar sprænur og þvi gott að vera í góðum skóm. Gangan er um 5 km og tekur í 1 og hálfan til 2 tíma. Komum saman og njótum þess að vera úti að hreyfa okkur í fallegri náttúru í útjaðri Reykjavíkur.
Endilega meldaðu þig á viðburðinn hér
Að klífa brattann er gönguhópur fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir og G. Sigríður Ágústsdóttir stofnuðu, en þær hafa mikið notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.
Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja. Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin. Endilega meldið ykkur svo við getum áætlað fjöldann.
Hægt er að ná í Hrefnu eða Huldu í síma: 866-9600