Skip to main content

200 marðar tær afhentu Krafti ávísun upp á 13,5 milljónir!

By 2. september 2025Fréttir

Söfnunin í Reykjavíkurmaraþoninu fór fram úr björtustu vonum. Um 120 manns hlupu ríflega 2000 km fyrir Kraft í maraþoninu. Þar af 20 jakkafataklæddir herramenn (HHHC Boss) sem líkt og mörg ykkar þekkja fóru 6 maraþon á 6 dögum og höfðu gríðarlega dýrmæt áhrif á söfnunina. Hvert maraþon var tileinkað sögu og fjáröflun 6 félagsmeðlima Krafts sem hafði mikil samlegðaráhrif á söfnunina.

Í dag afhentu strákarnir, Sólveigu Ásu, framkvæmdastjóra Krafts, ávísun upp á ríflega 13 milljónir. Upphæðin rennur beint og óskert til Óskabrunnsins. En HHHC Boss eru verndarar Óskabrunnsins, sem er sjóður ætlaður til nýtingar félagsmanna sem eru inniliggjandi á heilbrigðisstofnun vegna meðferðar eða afleiðinga veikinda eða þeirra sem njóta aðhlynningar í heimahúsi.

Við þökkum hraðskreiðasta helgar hlaupahópi landsins innilega fyrir sitt dýrmæta framlag.