
Kraftur fékk tækifæri til að kynna starf sitt og ræða mikilvægi stuðnings atvinnulífsins við ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Formaður Krafts, Viktoría Jensdóttir, hélt fyrirlesturinn „Ég á lítinn skrítinn skugga – það sem ég hefði viljað vita sem stjórnandi þegar starfsfólk greinist með krabbamein“. Þar deildi hún reynslu sinni af því að greinast, hvernig það var fyrir henni að snúa aftur til starfa eftir veikindin og hvernig það eiginlega er að lifa lífinu með títtnefndum skugga. Kraftur var einnig með bás á ráðstefnunni þar sem fjöldi gesta kom við, spjallaði við fulltrúa félagsins og kynnti sér verkefni þess. Takk fyrir samveruna.