Skip to main content

Netöryggismál hjá Krafti í góðum höndum.

By 15. október 2025Fréttir

Við erum þakklát og stolt fyrir að fá að vera fyrsta félagið sem þiggur aðstoð úr samfélagssjóði Defend Iceland . Krafti er annt um félagsfólk sitt og telur aukna áherslu á netöryggi ýta undir traust til félagsins.

Góðgerðarfélagið Kraftur, sem styður ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, er fyrsti þátttakandinn í verkefninu.

„Sem lítið félag sem reiðir sig alfarið á framlög fyrirtækja og einstaklinga er aðstoð sem þessi ómetanleg. Við erum stolt af því að vera fyrsti þátttkandi í samfélagsverkefni Defend Iceland,“ segir Eva Sigrún Guðjónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri Krafts.

Defend Iceland er fyrirtæki sem vinnur að því að skapa öruggara stafrænt samfélag á Íslandi. Það stuðlar að því með því að bjóða upp á íslenska samfélagsdrifna villuveiðigátt (e. Bug Bounty Platform). Þar koma saman fremstu heiðarlegu hakkarar landsins til að finna öryggisveikleika í kerfum fyrirtækja og stofnana. Með því að finna og laga þessa veikleika er komið í veg fyrir að hægt sé að nýta þá til net- og tölvuárása. Defend Iceland stefnir að því að tryggja öryggi tæknilegra innviða Íslands og auka áfallaþol samfélagsins. Meðal fyrirtækja og stofnana sem nota þjónustu Defend Iceland eru Íslandsbanki, Landspítali, Kóði og Alfre

Meira um málið hér –> https://vb.is/frettir/defend-iceland-opnar-nyjan-samfelagssjod/