
Í 25 ár hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir vitundarvakningu Bleiku Slaufunnar og í tilefni af því verður Kraftur, sem aðildarfélag Krabbameinsfélagsins, með Kröftuga Kvennastund í Sykursalnum þann 29. október kl. 20:00–22:00 (húsið opnar 19:30).
Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni — hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir, hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu.
Fundarstjórn verður í höndum Birnu Rúnar Eiríksdóttur, sem mun að auki stýra kvenna bingói.
Þetta verður falleg og skemmtileg kvennastund.
Viðburðurinn er ókeypis, en takmarkað sætapláss er í boði, svo mikilvægt er að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.
Viðburðurinn er ókeypis, en takmarkað sætapláss er í boði, svo mikilvægt er að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti.
Skráðu þig hér https://forms.office.com/e/0Rbkk4cXGL
Fram koma:
Sara Ísabella. Sara er 26 ára gömul, nýbökuð móðir. Stuttu eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn greindist hún með eitilfrumukrabbamein. Sara mun deila sinni reynslu af því að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð á sama tíma og hún er að stíga sín fyrstu skref í móðurhlutverkinu.
Arna Ösp Herdísardóttir – meistaranemi í íþróttafræði.
Greindist með krabbamein í heila 36 ára gömul. Arna missti móður úr krabbameini sem unglingur og ætlar að segja frá sinni reynslu af því að vera aðstandandi og greind með krabbamein – og hve miklu máli stuðningsfélög á borð við Kraft skipta fyrir báða hópa.
Greindist með krabbamein í heila 36 ára gömul. Arna missti móður úr krabbameini sem unglingur og ætlar að segja frá sinni reynslu af því að vera aðstandandi og greind með krabbamein – og hve miklu máli stuðningsfélög á borð við Kraft skipta fyrir báða hópa.
Hildur Björnsdóttir – oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og fjögurra barna móðir.
Hildur greindist árið 2016 með 16 cm óskurðtækt æxli í miðmæti sem reyndist vera non-Hodgkins eitlakrabbamein.
Hildur greindist árið 2016 með 16 cm óskurðtækt æxli í miðmæti sem reyndist vera non-Hodgkins eitlakrabbamein.
Birna Rún Eiríksdóttir – leikkona og uppistandari.
Birna mun sjá um fundar- og bingóstjórn.
Birna mun sjá um fundar- og bingóstjórn.
Léttar veitingar verða í boði.
Hlökkum til að sjá sem flestar í bleiku á Kröftugri kvennastund í Sykursalnum!