
Guðný Sara, fjáröflunarstjóri Krafts leit upp frá perlunum, greip í míkuna og fjallaði um risastóra og samfélagslega verkefnið sem ,,Perlað af Krafti“ er. Það gerði hún ásamt Huldu, fyrrum framkvæmdastjóri félagsisins. Kraftur reiðir sig á aðstoð sjálfboðaliða og fyrirtækja við undirbúning á einni stærstu fjáröflun félagsins sem fer fram í lok janúar á nýju ári. Það þarf mörg handtök og margar persónur, stórar sem smáar, til þess að perla og hnýta hátt í 10.000 eintök af „Lífið er núna“-armböndunum okkar. Armbandið, sem fær nýtt útlit í næstu vitundarvakningu er ekki bara búið til með miklum samtakamætti, það stendur jafnframt fyrir samstöðu. Og þekkjum við það flest, sem höfum greinst eða átt nákominn að í veikindum, hvað það er dýrmætt að sjá fólk bera Lífið er Núna armböndin. Við þökkum Almannaheillum fyrir samtalið 

