Laugardaginn 14. janúar sl. biðlaði Kraftur til almennings um að hjálpa félaginu að perla armbönd sem seld eru til styrktar starfseminni. Opið hús var á Kexinu frá 12.00 – 17.00 og mættu um 200 manns og perluðu armbönd. Á tímabili urðum við að bera inn borð af útisvæðinu á Kex til að allir fengju sæti. Heilu fjölskyldurnar mættu og mátti sjá fólk á öllum aldri perla saman. Við lauslega athugun má ætla að á bilinu 1000 – 1500 armbönd hafi verið perluð og eru stjórnarmenn Krafts, vinir og vandamenn, í óðaönn að binda þau saman og pakka. Sala á armböndunum hefur gengið vonum framar og erum við hjá Krafti innilega þakklát öllum þeim sem lögðu okkur lið á laugardaginn var og þeim fjölmörgu sem hafa styrkt okkur með því að kaupa armböndin sem fást í vefverslun félagsins https://kraftur.org/vefverslun/.