Gjafapoki Krafts

Til að koma til móts við og hjálpa ungu fólki í þessari aðstöðu hefur Kraftur útbúið gjafapoka sem allir á aldrinum 18 til 40 ára sem greinast með krabbamein fá afhentan. Að öllu jöfnu þá fær fólk pokann afhentan í  viðtali við hjúkrunarfræðing á krabbameinsdeildum Landsspítalans og á Akureyri eða hjá starfsfólki á krabbameinsdeildum.

Ef það vantar poka hjá ykkur ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið kraftur@kraftur.org 

Hvað er í gjafapoka Krafts?

  • LífsKrafts bókin – Fokk ég er með krabbamein! – handhæg bók um allt það helsta sem viðkemur krabbameini. Bókin er sett upp sem uppflettirit og ætti að geta svarað flestum þeim spurningum sem fólk með krabbamein og aðstandendur hafa um krabbamein, meðferðir, spítalalífið, kynlíf, börnin, stuðning og margt, margt fleira.
  • Kynningarbæklingar um starfsemi Krafts þar sem hægt er að kynna sér hvað Kraftur getur gert til að aðstoða í ferlinu.
  • Tékklisti – hvað þú átt að spyrja lækninn að í fyrsta viðtali
  • Minnisbók og penni til að skrifa niður hugsanir og spurningar
  • „Lífið er núna“ armband
  • Bambus tannbursti
  • Popsocket/símahaldari á símann
  • Ullarsokkar prjónaðir af hjartahlýjum sjálfboðaliðum
  • Sóttvarnargríma, þriggja laga, með „lífið er núna“
  • Sóttvarnargel
  • Snyrtivörur frá Bláa Lóninu
  • Gjafakort frá Storytel

LífsKraftur – Fokk ég er með krabbamein

Kraftur gefur út handbókina LífsKraftur sem inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini.

Tilgangur þessarar útgáfu er að safna saman á einn stað upplýsingum, fræðsluefni og bjargráðum sem koma að gagni fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur. Bókin er eftir sem áður handbók um flest sem viðkemur krabbameini og þær hugleiðingar sem fólk hefur um krabbamein.

Undirtitill bókarinnar er einmitt Fokk ég er með krabbamein sem er jú oftast það fyrsta sem kemur upp í kollinn á fólki þegar það greinist með krabbamein.

LífsKraftur er fólki að kostnaðarlausu. Ef ykkur vantar bók ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið kraftur@kraftur.org 

Kynningarbæklingar

Kraftur gefur út bæklinga til kynningar  á starfi sínu sem og bæklinga sem að innihalda haldbærar upplýsingar.

Bæklingarnir sem um ræðir eru:

  • Almennar upplýsingar
  • Stuðningsnetið
  • Viðbrögð við áföllum
  • Tékklisti

Ef ykkur vantar bæklinga ekki hika við að hafa samband við okkur á netfangið kraftur@kraftur.org