Skip to main content

LÍFIÐ ER NÚNA FESTIVAL

VELKOMIN Á LÍFIÐ ER NÚNA FESTIVALIÐ 2024

Lífið er núna festivalið er einstakur vettvangur til að hitta jafningja, læra nýja hluti, fræðast, skemmta sér með öðrum og skapa frábærar minningar.

 • HVENÆR: 28. september 2024
 • TÍMASETNINGAR: Vinnustofur verða yfir daginn frá kl. 10:00-18:00 með hléum og svo hefst Lífið er núna skemmtun kl.19:00 með fordrykk, kvöldverði og balli sem mun standa til miðnættis
 • HVAR: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
 • VERÐ: Staðfestingargjald: 3.500 kr. fyrir manninn (Ath. Allir sem skrá sig þurfa að vera skráðir félagsmenn):
  Innifalið í verði: Ýmsar spennandi og skemmtilegar vinnustofur, aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, hádegismatur, snarl, drykkir yfir daginn, kvöldverður (ekki drykkir aðrir en fordrykkur), stuðball og skemmtun og glaðningur.
 • SKRÁNINGARFRESTUR er til 16.september. Félagsmsenn utan af landi þurfa að skrá sig fyrir 21.ágúst svo félagið getið tryggt gistingu á hótelinu. Félagið getur ekki ábyrgst gistingu eftir þann tíma.
 • Félagsmenn utan af landi fá ferðastyrk og gistingu sér að kostnaðarlausu. Sendið póst á kraftur@kraftur.org með upplýsingum.

VINNUSTOFUR – Fjölbreyttar

Enn er verið að vinna í dagskrá fyrir vinnustofur og munum við birta ítarlega dagskrá hér þegar nær dregur.

Vinnustofurnar verða fjölbreyttar, skemmtilegar á áhugaverðar. Ljóst er að allir munu finna eitthvað við sitt hæfi, jafnframt sem slökunarherbergið okkar verður opið allan daginn.

VINNUSTOFUR – Til gagns og gamans

Vinnustofurnar á Lífið er núna Festivalinu eru tilvaldar til að hitta jafningja, læra nýja hluti, fræðast, skemmta sér með öðrum og skapa frábærar minningar.

VEISLAN UM KVÖLDIÐ

Eftir að allir hafa tekið sig til og hvílt sig aðeins, hefst veislan um kvöldið klukkan 19:00 og stendur til miðnættis.

 • Fordrykkur
 • Þriggja rétta kvöldverður
 • Hressir veislustjórar
 • Skemmtun og stuðball

Mér fannst þetta algjörlega frábær dagur og kvöld. Ég lærði svakalega mikið og fullt af nýjum hlutum. Mér fannst líka svo gaman að kynnast öðrum sem eru í svipuðum sporum og skilja hvað maður er að ganga í gegnum. Festivalið fór langt framyfir mínar væntingar

Félagsmaður sem tók þátt í síðasta Festivali

Myndir frá Festivalinu