Skip to main content

LÍFIÐ ER NÚNA FESTIVAL

VELKOMIN Á LÍFIÐ ER NÚNA FESTIVALIÐ 2024

Lífið er núna festivalið er einstakur vettvangur til að hitta jafningja, læra nýja hluti, fræðast, skemmta sér með öðrum og skapa frábærar minningar.

  • HVENÆR: 28. september 2024
  • HÚSIÐ OPNAR KL. 10:00: Skráningargögn eru afhent og boðið upp á létta morgunhressingu
  • VINNUSTOFUR HEFJAST KL. 11:00: Vinnustofur verða yfir daginn frá kl. 11:00-16:40 með hléum
  • SKEMMTUN HEFST KL. 19:00: Lífið er núna skemmtun hefst á VOX Club með fordrykk og standandi forréttum, kvöldverði og balli til miðnættis
  • HVAR: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
  • VERÐ: Staðfestingargjald: 3.500 kr. fyrir manninn (Ath. Allir sem skrá sig þurfa að vera skráðir félagsmenn):
    Innifalið í verði: Ýmsar spennandi og skemmtilegar vinnustofur, aðgangur að Hilton Reykjavík Spa, hádegismatur, snarl, drykkir yfir daginn, kvöldverður (ekki drykkir aðrir en fordrykkur), stuðball og skemmtun og glaðningur.
  • SKRÁNINGARFRESTUR var til 16. september.
  • Félagsmenn utan af landi fá ferðastyrk og gistingu sér að kostnaðarlausu. Sendið póst á kraftur@kraftur.org með upplýsingum.

FJÖLBREYTTAR VINNUSTOFUR YFIR DAGINN

Vinnustofurnar á Lífið er núna Festivalinu eru fjölbreyttar og reynum við að höfða til sem flestra. Fyrirlesararnir og leiðbeinendur dagsins eru sérfræðingar á sínum sviðum og gefa félagsmönnum tækifæri á að bæta við þekkingu sína og kunnáttu á vinnustofunum.

Við tökum að sjálfsögðu mið af því að fólk hefur kannski ekki úthald fyrir heilan dag af upplýsingum og fjöri á vinnustofunum og verða því tveir rólegir kostir ávallt í boði yfir daginn. Hægt verður að fara í góða slökun í Jógaherberginu á Hilton SPA þar sem Yoga Shala sér um kyrrðarstund og í félagsmiðstöð (Salur: K) verður hægt að fá sér kaffi, spjalla og njóta. 

Vinnustofur kl. 11:00 – 12:00

Samfélagsmiðlar 2024 (SALUR: G)
Arnar Gunnarsson frá Digido 
Þurfa allir að vera allsstaðar til að vera með á nótunum eða er nóg að einblína á einn miðil? Arnar frá Digido mun fara yfir samfélagsmiðlalandslagið eins og það lítur út í dag á Íslandi.

Hver er leiðin í gegnum óvissu? (SALUR: H)
Haraldur Ingi Þorleifsson athafnamaður 
Haraldur hefur notið mikillar velgengni í atvinnulífinu og lætur gott af sér leiða með verkefnum á borð við Römpum upp Ísland. Hann fæddist með vöðvarýrnunarsjúkdóm sem dregur smám saman úr hreyfigetu hans. Hann ætlar að tala um hvernig hann vinnur sig í gegnum erfiðar aðstæður og hvernig á að halda áfram þegar þú hefur ekki hugmynd um hver leiðin er.

Anda með Andra (SALUR: F)
Andri hjá Andri Iceland
Þér verður vísað í áttina að kjarna öndunartækni. Að finna jafnvægi, líkamlega, andlega og tilfinningalega. Með því að nota samsetningu af því sem við vitum að virkar til þess að ná því besta úr hverjum andardrætti. Að gefa þér verkfærin, skilninginn, til að þú náir tökum á eigin iðkun.

Vinnustofur kl. 12:10 – 13:10

Að breyta um stefnu eftir áfall (SALUR: G)
Guðlaug Ragnarsdóttir, námsráðgjafi
Eftir alvarleg veikindi stendur fólk oft á krossgötum og finnst að það þurfi að breyta til, stokka upp í lífinu og gera eitthvað nýtt. Þetta á ekki bara við þau sem greinast heldur líka aðstandendur.

Orkugreining – Stjörnuspeki (SALUR: H)
Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur, Hera Gísladóttir, stjörnuspekingur og Ásgeir Kolbeinsson, fjölmiðla- og athafnamaður
Maðurinn er orkukerfi. Það er ekki það sama sem hentar Jóni og Siggu. Sigga nýtur sín best þegar hún er á þeytingi um allt, á meðan Jón vill helst bara vera heima hjá sér. Jón elskar að eyða löngum tíma í að elda, á meðan Sigga vill helst eyða sem minnstum tíma í eldamennsku. Af hverju eru þau ekki eins og gæti verið að annað þeirra betra en hitt? Svarið er einfalt, NEI. Sigga er ekki betri en Jón og Jón er ekki betri en Sigga, þau eru einfaldlega með ólíkt orkukerfi. Á þessari vinnustofu verður kynnt þessi ævaforna tækni, Orkugreining, sem hjálpar þér að vinna með þig og orku sína til þess að verða betri útgáfa af sjálfum þér. 

Sjálfsvarnarnámskeið (SALUR: Hilton SPA leikfimisalur)
Magnús Ingi Ingvarsson, þjálfari hjá Þitt öryggi
Á þessu sjálfsvarnarnámskeiði er farið yfir auðveld en árángursrík tök en aðaláhersla námskeiðsins er að koma sér undan og tryggja sitt eigið öryggi í krefjandi aðstæðum.

Slökun með YOGA Shala (SALUR: Jógasalur Hilton SPA)

Njóta í félagsmiðstöð (SALUR: K)

Hádegismatur kl. 13:10 – 14:10

Vinnustofur kl. 14:10 – 15:10 

Fjármál og fjárfestingar (SALUR: G)
Snædís Ögn Flosadóttir, forstöðumaður hjá Arion banka
Í erindi sínu fjallar Snædís Ögn um fjármál og fjárfestingar. Hverjar eru helstu fjárfestingar einstaklinga, hvar og hvernig eru fyrstu skrefin stigin og að hverju þarf að huga. Farið verður yfir lykilhugtök og hvernig á að byrja reglubundinn sparnað, lífeyrissjóði, sjóði, hlutabréf og skuldabréf.

Listin að deila eigin reynslu á áhrifaríkan hátt (SALUR: H)
Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, þjálfari og fyrirlesari hjá KVAN
Hvernig getur þú deilt þinni sögu þannig að hún styrki aðra og þig um leið? Bjarklind Björk heldur vinnustofu  um það hvernig þú getur nýtt eigin reynslu til að hjálpa öðrum. Hún deilir eigin reynslu af því að hafa búið til fyrirlestur um líkamsvirðingu útfrá eigin reynslu ásamt því að deila góðum ráðum um hvernig gott er að byggja upp frásögn og miðla henni á áhrifaríkan hátt.

Ör-TAROT námskeið (SALUR: I)
Guðrún Tinna Thorlacius, þroskaþjálfi- heilsumarkþjálfi og eigandi natturulega.is
Á þessu örnámskeiði er tækifæri til að öðlast innsýn í heim Tarotspilanna og að kynnast tungumáli og táknmyndum spilanna.  Tinna kennir fólki að nýta sér tarotspilin til að leita svara við ýmsum spurningum er varða lífið og tilveruna. Markmið námskeiðsins er að efla þátttakendur til þess að nýta sér Tarotspilin til að spegla lífið og að rannsaka farveginn sem þau standa í og að taka ákvarðanir um framhald.  

Slökun með YOGA Shala (SALUR: Jógasalur Hilton SPA)
Njóta í félagsmiðstöð (SALUR: K)

Kaffihressing kl. 15:10 – 15:40

Vinnustofur kl. 15:40 – 16:40 

Næring á mannamáli (SALUR: G)
Helga Magga, næringarþjálfari
Helga Magga heldur úti vefnum helgamagga.is þar sem hún deilir næringarríkum uppskriftum með fólki. Hún hefur verið með næringarþjálfun fyrir fólk í 5 ár með góðum árangri þar sem hún leggur áherslu á einfaldar uppskriftir með næringaríkum og hollum mat. Hún hefur einnig geti sér gott orð á samfélagsmiðlum og mun koma inn á hvernig hún hefur nýtt sér þá til að koma efni sínu á framfæri.

Skiljum (við) verkina (SALUR: H)
Sóley Stefánsdóttir og Edda Björk Pétursdóttir, báðar eru þær markþjálfar, jógakennarar og PRT meðferðaraðilar (Pain Reprocessing Therapy)
Það skiptir sköpum að skilja verkina til að geta skilið við þá. Sóley og Edda glímdu báðar við langvinna verki en hafa náð fullum bata með þeim fræðum og aðferðum sem þær hafa menntað sig í og munu þær kynna þær aðferðir á vinnustofunni. Þessi vinnustofa er fyrir þig ef þú ert að glíma við verki og hefur áhuga á að skilja samband heilans og verkja og læra leiðir sem geta dregið úr verkjum og jafnvel rofið gömul verkjamynstur. Vinnustofan byggir á samblandi af fræðslu og verkefnum sem munu næra þig og valdefla.

Lærðu uppistand á skömmum tíma (SALUR: I)
Þorsteinn Guðmundsson , leikari, uppistandari og sálfræðingur
Engar áhyggjur, það verður enginn sálgreindur á námskeiðinu en þú munt læra hvernig þú ættir að segja brandara í fermingarveislunni. Öruppistandsnámskeið þar sem farið er yfir nokkur grundvallaratriði í uppistandi og hvernig maður fer að því að skemmta sjálfum sér og öðrum. Námskeiðið ætti að henta öllum og engin þörf á því að mæta undirbúin(n) eða að hafa nokkra reynslu af því að koma fram.

Slökun með YOGA Shala (SALUR: Jógasalur Hilton SPA)

Spa time!!

Boðið verður upp á SPA í lok dagsins þar sem er aðgangur að sturtu, pottum og gufu á milli kl. 16:40-17:30 / 17:30-18:30.

VEISLAN UM KVÖLDIÐ

Eftir að allir hafa tekið sig til og hvílt sig aðeins, hefst veislan um kvöldið á VOX Club klukkan 19:00 og stendur til miðnættis.

Gleðin hefst á fordrykk og standandi forréttum þegar húsið opnar! Við tekur sitjandi borðhald með dýrindis tveggja rétta matseðli. Veislustýra kvöldsins er engin önnur en gleðisprengjan Sigga Eyrún, söng og leikkona, Stuðlaðbandið mætir á svæðið, happadrætti, leikir, DJ Magga Maack tryllir alla á dansgólfinu, óvæntar uppákomur, stuð og stemning!!

Mér fannst þetta algjörlega frábær dagur og kvöld. Ég lærði svakalega mikið og fullt af nýjum hlutum. Mér fannst líka svo gaman að kynnast öðrum sem eru í svipuðum sporum og skilja hvað maður er að ganga í gegnum. Festivalið fór langt framyfir mínar væntingar

Félagsmaður sem tók þátt í síðasta Festivali

Myndir frá Festivalinu