
Núvitund og samstaða var alls ráðandi í Hörpu síðastliðinn sunnudag þegar 2.500 manns gerðu sér ferð á stærsta viðburð félagsins, Perlað af Krafti í Hörpu. Framleiðslan var til fyrirmyndar, nokkur þúsund armbönd perluðust. Mikilvægur mokstur í skartgripaskrín Krafts. Það er rjúkandi gangur á þessu og það er ykkur öllum að þakka.
,,Perlað af Krafti er stærsta verkefni Krafts. Þarna fáum við sjálfboðaliða af öllu landinu. það taka allir þátt af öllum aldri, setjast niður, gefa sér tíma í það að sinna þessari sjálfboðaliðavinnu. Þetta er eitt stærsta samfélagslega verkefnið á Íslandi í dag sem er alfarið unnið af sjálfboðaliðum“
Takk fyrir fallegar myndir
Aníta Eldjárn!