Þessi unga dama, Ester Amíra Ægisdóttir, er ákveðin í því að láta gott af sér leiða og ætlar hún að leggja söfnun félagsins lið með því að raka af sér allt hárið, þ.e.a.s. ef hún nær að safna 100.000 kr. áheita.
Þegar svona veikindi banka upp á þá hefur það áhrif á alla fjölskylduna og ástvini sem standa viðkomandi nærri. Þannig var það einmitt hjá Ester Amíru, því nokkrir nákomnir hafa tekist á við krabbamein. Í viðtali við Magasínið á K100 sagði hún frá því að tvær ömmur hennar hefðu farið í meðferð við sjúkdómnum, önnur þeirra missti hárið en hin ekki.
Ester Amíru langar að safna eins miklu og hún getur. Hún hefur heitið því að síða hárið hennar fái að fjúka ef hún nær að safna 100.000 krónum, en það er kostnaður nýrrar hárkollu. Í framhaldinu langar Ester að senda hárið til fyrirtækis í Bandaríkjunum sem býr til hárkollur fyrir börn.
Ester Amíru þykir ekkert mál að missa hárið þar sem það vex aftur. Ef hún nær að safna upphæðinni þá mun hárið fjúka á Perlað af Krafti í Hörpu
4. febrúar.
Þeir sem vilja styðja Ester Amíru geta lagt inn á reikning móður hennar: 0537-14-604507, kt. 311073-3709.