Skip to main content

Ætlar að láta hárið fjúka ef hún safnar 100.000 kr.

By 26. janúar 2018mars 18th, 2024Fréttir

Þessi unga dama, Ester Amíra Ægis­dótt­ir, er ákveðin í því að láta gott af sér leiða og ætl­ar hún að leggja söfn­un félagsins lið með því að raka af sér allt hárið, þ.e.a.s. ef hún nær að safna 100.000 kr. áheita.

Þegar svona veik­indi banka upp á þá hef­ur það áhrif á alla fjöl­skyld­una og ást­vini sem standa viðkom­andi nærri. Þannig var það ein­mitt hjá Ester Amíru, því nokkr­ir ná­komn­ir hafa tek­ist á við krabba­mein. Í viðtali við Magasínið á K100 sagði hún frá því að tvær ömm­ur henn­ar hefðu farið í meðferð við sjúk­dómn­um, önn­ur þeirra missti hárið en hin ekki.

Ester Amíru lang­ar að safna eins miklu og hún get­ur. Hún hef­ur heitið því að síða hárið henn­ar fái að fjúka ef hún nær að safna 100.000 krón­um, en það er kostnaður nýrr­ar hár­kollu. Í fram­hald­inu lang­ar Ester að senda hárið til fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um sem býr til hár­koll­ur fyr­ir börn.

Ester Amíru þykir ekk­ert mál að missa hárið þar sem það vex aft­ur. Ef hún nær að safna upp­hæðinni þá mun hárið fjúka á Perlað af Krafti í Hörpu
4. fe­brú­ar.

Þeir sem vilja styðja Ester Amíru geta lagt inn á reikn­ing móður henn­ar: 0537-14-604507, kt. 311073-3709.