Þrátt fyrir samkomutakmarkanir náðist að halda aðalfund félagsins sem var að þessu sinni bæði haldinn í raunheimum og stafrænum heimum. Að venju var farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf og starfsár stjórnar sem var mjög óvenjulegt að miklu leiti vegna heimsfaraldurs sem hefur verið að hafa áhrif á daglegt líf okkar.
Þá var ný stjórn kjörin þar sem kosnir voru fjórir fulltrúar í aðalstjórn og þrír í varastjórn, ásamt því að kjörinn var formaður til tveggja ára.
Elín Sandra Skúladóttir núverandi formaður gaf kost á sér til formanns til næstu tveggja ára og var kosin einróma. Þá voru fimm núverandi stjórnarmeðlimir sem gáfu kost á sér að nýju og tveir nýir aðilar sem gáfu kost á sér í stjórn félagsins. Við bjóðum velkomin til leiks Guðna Þór Jóhannsson (aðalstjórn) og Súsönnu Sif Jónsdóttir (varastjórn).
Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir óeigingjarnt starf þeirra í þágu félagsins en það eru Stefán Þór Helgason og Sigríður Þorsteinsdóttir.
Núverandi stjórn Krafts er því eftirfarandi:
- Elín Sandra Skúladóttir – formaður
- Arnar Sveinn Geirsson – aðalstjórn
- Guðni Þór Jóhannsson – aðalstjórn
- Linda Sæbeg – aðalstjórn
- Ragnheiður Guðmundsdóttir – aðalstjórn
- Gísli Álfgeirsson – varastjórn
- Halla Dagný Úlfsdóttir – varastjórn
- Súsanna Sif Jónsdóttir – varastjórn
Við hjá Krafti erum ótrúlega stolt og ánægð af þessum glæsilega hópi einstaklinga og hlökkum til fjölbreyttra verkefna á komandi starfsári sem verður auðvitað tekið af krafti!
Frá vinstri: Elín Sandra formaður, Guðni Þór aðalstjórn, Halla Dagný varastjórn,Linda Sæberg aðalstjórn, Súsanna Sif varastjórn og Gísli Álfgeirsson varastjórn. Inn á myndina vantar Arnar Svein Geirsson og Ragnheiði Guðmundsdóttur.