Það var rífandi stemming í Lindakirkju í síðustu viku, en þar fóru fram tónleikar til styrktar Krafti. Það var hópur nemenda í viðburðarstjórnunarkúrs í HÍ sem langaði til að taka verkefni aðeins lengra, sem stóðu fyrir þessum glæsilegu tónleikum.
Starfsfólk Lindakirkju tók svo sannarlega þátt og lánaði kikjuna, prestinn, tækin, kórinn og kórstjórann sem var enginn annar en Óskar Einarsson. Óskar útsetti 8 lög með kórnum og þeim listamönnum sem komu fram. En það var hver snillingurinn á fætur öðrum Bubbi, Sigga Beinteins, GDRN, Diljá Péturs og IDOL hópurinn.
Það var fullt út úr dyrum og frábær stemming. Virkilega flott framtak hjá þessum öfluga hóp og vonum við svo sannarlega að þau fái 10 fyrir þetta verkefni. Við hjá Krafti erum þeim óendanlega þakklát fyrir að hafa gert þetta allt til styrktar félagsins. En allir sem tóku þátt gáfu vinnu sína. Þetta var ógleymanleg kvöldstund og frábært að fá að taka þátt í þessu fjöri.
Hér eru nokkrar myndir frá kvöldinu.