
Sjálfboðaliðar Krafts gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi félagsins. Sjálfboðaliðarnir okkar leggja hvað mest af mörkum við að perla og hnýta Lífið er Núna armbandið okkar sem er vinsælasta söluvara Krafts og jafnframt einkennisgripur félagsins.
Einn af okkar ötulustu sjálfboðaliðum er Sigrún Herdís Þórðardóttir, hnýtari með meiru. Sigrún hefur í 8 ár hnýtt og perlað mörg þúsund armbönd fyrir Kraft og lagt sitt af mörkum með einstökum hætti. Aðspurð segist hún hafa litið á sjálfboðaliðastarfið sem tækifæri til að geta gefið tilbaka. Dóttir hennar hafi greinst með krabbamein á sínum tíma og fengið góða aðstoð frá Krafti.
Við spurðum Sigrúnu hvað sjálfboðaliðastarfið gæfi henni:
,,Mér líður vel með að geta aðstoðað gott félag við að styðja við sína skjólstæðinga. Hnýtistundir heimavið nýti ég einnig í öndunar og núvitundaræfingar.”
Sigrún segir Kraft vera félag sem hugi vel að skjólstæðingum sínum og það sé gaman að vera sjálfboðaliði fyrir Kraft. Hún hvetur fólk til að íhuga það að gerast sjálfboðaliði. ,,Það gefur manni líka góða tilfinningu að gefa af sér til góðra málefna.”
Eftirminnilegasti viðburðurinn hafi verið stór perlu viðburður með Tólfunni (stuðningssveit íslenska landsliðsins í fótbolta). Þar voru sérstök Íslands armbönd perluð og mikill og skemmtilegur keppnisandi einkennt stemminguna. Hún tekur það fram að það sé alltaf gaman að aðstoða á stórum Perlu viðburðum hjá Krafti.
🧡 Ef þú vilt gerast sjálfboðaliði hjá Krafti getur þú óskað eftir inngöngu í FB hópinn „Sjálfboðaliðar – Kraftur“ eða sent tölvupóst á kraftur@kraftur.org