Einróma álit þátttakenda var að þetta hafi verið öflug stund og að það væri gott fyrir sálina að ræða þessi málefni. Magnaðar sögur þeirra sem komu fram og erum við í Krafti þeim óendanlega þakklát fyrir að deila sínum sögum.
Matti og Þorri stýrðu umræðunum meistaralega og Sveinn Waage ræddi um mikilvægi þess að halda í húmorinn. Frikki rakari sá svo um að snyrta skegg manna á svæðinu.
Erum strax farin að telja niður í næstu StrákaStund
Myndataka: Sunday & White Studio