Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, leitar að drífandi einstaklingum með hjarta fyrir málstaðnum. Leitum að viðburða- og fjáröflunarfulltrúa sem og markaðs-og kynningarfulltrúa í 100% starf.
Viðburða- og fjáröflunarfulltrúi
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Umsjón með vefverslun félagsins, innkaupum og afgreiðslu pantana og söluvarnings í verslanir
- Umsjón með uppgjöri og birgðaskráningu söluvarnings félagsins
- Umsjón, kynning og skipulagning á fjáröflunarviðburðum félagsins
- Koma að þróun vefverslunar og framleiðslu á nýjum styrktarvörum
- Umsjón með viðburðum og dagskrá félagsins er snýr að félagsmönnum
- Umsjón með kynningu styrktarvarnings og viðburðum á samfélagsmiðlum félagsins
- Almenn upplýsingagjöf og þjónusta við félagsmenn
- Annast önnur tilfallandi verkefni sem rúmast innan starfshlutfalls starfsmanns
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni
- Reynsla af bókhaldi er kostur
- Reynsla af fjáröflun er kostur
- Góð almenn tölvufærni, þekking og reynsla af samfélagsmiðlum og samfélagsmiðlaauglýsingum kostur.
- Hjarta fyrir málstaðnum
- Hugmyndaauðgi, drifkraftur og jákvæðni
- Skilvirkni og nákvæm vinnubrögð
- Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni
Umsóknarfrestur er til og með 21.september næstkomandi.
Markaðs – og kynningarfulltrúi
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Ábyrgð á markaðs- og kynningarstarfi Krafts
- Umsjón með vitundarvakningum félagsins
- Umsjón með vef og samfélagsmiðlum félagsins
- Fréttir og almannatengsl
- Kemur að útgáfu og kynningarefni félagsins
- Umsjón með textagerð/prófarkalestur fyrir markaðs- og útgáfuefni félagsins
- Ábyrgð á viðburðum er varðar markaðs- og kynningarstarf félagsins
- Önnur tilfallandi störf samkvæmt óskum framkvæmdastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum er kostur
- Reynsla af textaskrifum og miðlun upplýsinga
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
- Góð tölvukunnátta, þekking á innsetningu efnis á heimasíður og samfélagsmiðla
- Þekking á birtingu stafrænna auglýsinga
- Þekking á Indesign/photoshop er kostur
- Hugmyndaauðgi, drifkraftur og jákvæðni
- Skilvirkni, nákvæm vinnubrögð og sveigjanleiki
- Mjög góð samvinnu- og samskiptahæfni
- Hjarta fyrir málstaðnum
Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2022.