
Viðburðir í janúar 🧡
OfurKraftur 15. jan kl 20:00; Flot með Flothettu.
Kraftur býður félagsfólki að koma og upplifa djúpslakandi flot með Flothettu.
StelpuKraftur 21. jan kl 17:00: Kraftur í Noztra.
Hittumst í Noztra út á Granda og eigum notalega stund.
Perlað af Krafti í Hörpu 25. jan kl. 13:00 – 17:00
Perlað af Krafti á Akureyri 31. jan kl. 13:00 – 17:00
StrákaKraftur ætlar að hittast í Pílu – nánari upplýsingar síðar.
Við minnum ykkur á að skráning á einstaka viðburði fer nú fram í gegnum abler. Kraftur hefur tekið upp nýtt þjónustukerfi frá Abler með það að markmiði að bæta enn þjónustu við félagsmenn. Með tilkomu þessa kerfis stefnum við að því að halda betur utan um fólkið okkar, einfalda samskiptaleiðir og gera skráningu á viðburði aðgengilegri.
Allir félagsmenn ættu nú þegar að hafa fengið greiðslubeiðni senda til sín í gegnum Abler appið fyrir félagsgjöldum Krafts fyrir næsta tímabil þar sem þeir geta valið um að fá greiðsluseðil í heimabanka eða borga með korti.
Hafðu samband við okkur á kraftur@kraftur.org eða í síma 866-9600 ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig 🧡