
Viðburðir í desember 🧡
OfurKraftur 2. des kl 20:00; Flot með Flothettu.
Kraftur býður félagsfólki og aðstandendum að koma og upplifa djúpslakandi flot með Flothettu.
StelpuKraftur 10. des kl 19:00: Smábkökubakstur í Krafti.
Hittumst í Skógarhlíðinni og bökum saman smákökur fyrir jólin
StrákaKraftur 10. des kl 18:00: Matur og spil á Arena.
Við ætlum að hittast á Arena kl 19 – borða saman og spila.
FjölskylduKraftur 15. des kl 17:00: Aðventukvöld.
Árlegt aðventukvöld Krafts verður haldið mánudaginn 15. desember frá kl. 17-19. Jólahappdrættið okkar verður á sínum stað ásamt gómsætum veitingum og skemmtilegum leynigestum.
Við minnum ykkur á að skráning á einstaka viðburði fer nú fram í gegnum abler. Kraftur hefur tekið upp nýtt þjónustukerfi frá Abler með það að markmiði að bæta enn þjónustu við félagsmenn. Með tilkomu þessa kerfis stefnum við að því að halda betur utan um fólkið okkar, einfalda samskiptaleiðir og gera skráningu á viðburði aðgengilegri.
Allir félagsmenn ættu nú þegar að hafa fengið greiðslubeiðni senda til sín í gegnum Abler appið fyrir félagsgjöldum Krafts fyrir næsta tímabil þar sem þeir geta valið um að fá greiðsluseðil í heimabanka eða borga með korti.
Hafðu samband við okkur á kraftur@kraftur.org eða í síma 866-9600 ef eitthvað er óljóst og við aðstoðum þig 🧡