Skip to main content

Sandra Dögg Eggertsdóttir

„Jafningjastuðningurinn getur hjálpað fólki í gegnum þetta og auðveldað ferlið.“

„Að ganga í gegnum krabbameinsmeðferð og eiga það á hættu að deyja var vissulega erfitt, en það hefur gert mig sterkari og gefið mér aðra sýn á lífið. Jafningjastuðningur er svo mikilvægur því þú getur sótt allt annars konar stuðning til fólks sem hefur farið í gegnum krabbameinsmeðferð heldur en frá læknum sem vita staðreyndirnar en eiga kannski erfitt með að átta sig á hvernig líðanin er. Jafningjastuðningurinn getur hjálpað fólki í gegnum þetta og auðveldað ferlið.“

Sandra Dögg er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu