Styrktarkort

Viltu gefa gjöf sem hjálpar öðrum? Vantar þig gjöf til einhvers sem á allt?

Með því að kaupa styrktarkort styrkir þú starfsemi félagsins í nafni ástvinar eða félaga við hvers kyns tækifæri.

Hægt er að velja fjárhæð styrks, frá 2.000 kr.

Kortin eru hönnuð og prentuð af Reykjavík Letterpress.

ATH! Kostnaður við prentun korts og burðargjöld er innifalin í styrknum.

Frekari upplýsingar

Kortið er fallega letterpress prentað á þykkan og gæðamikinn pappír. Það kemur í fallega appelsínugulu umslagi. Stærð korts er um 16×16 cm.