AðstandendaKraftur er stuðningshópur fyrir aðstandendur sem eiga ástvin sem greinst hefur með krabbamein. AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur sem stendur fyrir ýmsum viðburðum í vetur.
DAGSKRÁ OKTÓBER:
5. OKTÓBER KL. 18:00 –BJARGRÁÐ FYRIR AÐSTANDENDUR
- Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi, umsjónarkona hópsins fer yfir nokkur bjargráð sem gætu komið aðstandendum vel. Hvert er hægt að leita og hvað er gott að gera.
- Jóhanna Dýrunn félagmaður Krafts kemur og deilir sinni reynslu af því að vera maki einstaklings sem greinst hefur með krabbamein
19. OKTÓBER KL. 18:00 – KÆRI AÐSTANDANDI; SETTU SÚREFNISGRÍMUNA FYRST Á ÞIG
- Anna Sigurðardóttir sálfræðingur frá Samkennd heilsusetur fer yfir þá þætti sem mikilvægt er að aðstandendur hafi í huga til að koma í veg fyrir að brenna ekki út heldur haldi heilsu á meðan á umönnun aðstandandans stendur.
Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki, foreldri, systkini eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum
Umsjónarmaður hópsins er Guðlaug Ragnarsdóttir náms- og starfsráðgjafi sem hefur einnig reynslu af því sjálf að hafa greinst með krabbamein.
Hægt er að óska eftir inngöngu í hópinn á Facebook hér.